Pilot bloks býður upp á stýrikerfi fyrir götuljós sem byggir á opnum hugbúnaði.

Kerfið er bæði ódýrt og hagkvæmt í uppsetningu og rekstri, ásamt því að vera sveigjanlegt og auðvelt að samhæfa með öðrum hugbúnaði. Það krefst ekki erlendrar sérfræðiþekkingar eða íhluta sem þarf að panta sérstaklega. Sá búnaður sem kerfið vinnur á fæst í öllum raflagnaverslunum. Það er líka öruggara en sambærileg stýrikerfi sem byggja á lokuðum séreignarhugbúnaði.

(efst á síðu)

Hagkvæmni

Með notkun opins hugbúnaðar er hægt að bjóða upp á lausn sem kostar einungis brot af því sem helstu keppinautar bjóða upp á.

Þegar kaupandi velur Pilot bloks leiðina fær hann fullt eignarhald og fulla stjórn yfir hugbúnaðinum, og er ekki bundinn einum aðila um alla þjónustu sem því tengist. Vilji kaupandi taka alfarið yfir rekstur kerfisins geta hverjir sem eru með rafvirkjamenntun og forritunarkunnáttu tekið við.

Uppsetning þess búnaðar sem þarf í rafmagnskössum sem ljósastaurar tengjast er margfallt fljótlegri en það sem lausnir helstu keppinauta krefjast, og eins og áður segir þarf kerfið ekki sérinnflutta íhluti eða sérfræðinga

(efst á síðu)

Svegjanleiki

Þegar kaupandi stýrikerfa sem eru lokuð, þarf á sérsniðinni lausn að halda, er einungis hægt að kaupa þær af seljanda og slík sérþjónusta er bæði dýr og seinleg því forrita þarf hana sérstaklega og frá grunni. Þegar um opinn hugbúnað er að ræða liggja lausnirnar oft þegar fyrir, eða það er hægt að nýta svipaðar lausnir og aðlaga þær.

(efst á síðu)

Samhæfing

Ef Pilot bloks þarf að tengjast öðrum hugbúnaði er það lítið mál með notkun API (Application Programming Interface) viðmóti. Vegna eðlis opins hugbúnaður eru slík viðmót yfirleitt þegar til staðar og frjálst að nota. Hvað varðar lokaðan hugbúnað þá eru þannig viðmót stirðari í samskiptum, enda liggur þar minni reynsla að baki hvað varðar samhæfingu lokaðs séreignarhugbúnaðar við annan hugbúnað.

(efst á síðu)

Öryggi

Ólíkt því sem margir halda þá er opinn hugbúnaður öruggari en lokaður. Það er vegna þess að margfalt fleiri geta skoðað kóðann sem liggur að baki opnum hugbúnaði en í lokuðum, og því uppgötvast öryggisgallar miklu fyrr en ella.

Segja má að stöðugt og endalaust sé verið að fara með opinn hugbúnað í gegnum öryggispróf á meðan lokaður hugbúnaður fer í gegnum ferli sem tekur að mestu leiti enda við útgáfu.

(efst á síðu)

Afhverju opinn hugbúnaður?

Auk þess sem nefnt er hér að ofan má útskýra muninn á opnum og lokuðum hugbúnaði með sögulegum samanburði.

Ef forritunar kóða er líkt við handverks kunnáttu þá var sú tíð að til dæmis aðferðir smiða á miðöldum voru vel varðveitt leyndarmál sem einungis innvígðir fengu að læra. Á þeim tíma þróaðist iðngreinin hægt og segja má að þurft hafi að finna upp hjólið oft og á mörgum stöðum. Í dag eru fræði smiða opinn lærdómur sem innifelur ákveðnar öryggis- og gæðakröfur og sem afleiðing af því eru hús betri, ódýrari og öruggari en áður.

Lokaður séreignar hugbúnaður, byggður á lokuðum séreignarkóða er gamli tíminn og (iðn)stýringar götuljósa er eitt af því síðasta sem enn byggir á honum. Á flest öðrum sviðum forritunar hefur opinn hugbúnaður tekið yfir og má nefna sem dæmi vefþjóna og hraðbanka sem nýta þá tækni.

(efst á síðu)

Pilot bloks og Gungnir

Pilot bloks hugbúnaðurinn byggir á opnum kóða sem gefinn er út undir nafninu Gungnir, og var settur saman af stofnanda fyrirtækisins. Áhugasamir geta skoðað hann, nýtt sér hann sjálfir, endurbætt og þannig um leið bætt kóðann fyrir alla.

Hér má skoða Gungnir: github.com/davidjrb/gungnir

Stýrikerfið var kynnt á FOSDEM 2025 sem er alþjóðleg ráðstefna um opinn hugbúnað og vakti þar mikinn áhuga.

(efst á síðu)

Aðferðafræði

Aðferðafræði Pilot bloks er sú sama og hjá WordPress sem er vinsælasta vefumsjónarkerfi heims. Á wordpress.org er hægt að ná í kerfið ókeypis og er frjálst að nota það eins og hver vill og á eigin ábyrgð. Á wordpress.com er hinsvegar boðið upp á lausn til sölu vilji viðskiptavinur spara sér þann tíma og fyrirhöfn sem fer í að læra að setja kerfið upp rétt, uppfæra og sjá um daglegan rekstur.

Það sama á við um Pilot bloks, hver sem er getur náð í Gungnir og notað eins og vill og á eigin ábyrgð, en til að spara tíma er hægt að ráða þá sem bjuggu stýrikerfið til að setja það upp, uppfæra og reka fyrir mikið mun lægra verð það kostar að nota lausnir byggðar á lokuðum séreignarhugbúnaði.

(efst á síðu)

Saga Pilot bloks

Með innleiðingu Evrópulöggjafar er krafa um að allur rekstur götuljósa færist frá orkuveitum til sveitarfélaga og er lokafrestur til ársins 2026. Þær lausnir sem standa til boða eru mjög dýrar, ósveigjanlegar og óhagkvæmar því í samningum er ekki innifalið eignarhald á hugbúnaði og eru kaupendur knúnir til að kaupa alla þjónustu af söluaðila. Þannig er hætta á að sveitarfélög festist í óhagkvæmum samningum.

Stofnandi Pilot bloks, Davíð Berman rafvirkjameistari var að vinna hjá Reykjavíkurborg við meðal annars viðhald, uppsetningu og stýringu götuljósa þegar hann sá að með komandi breytingum væri tækifæri til að búa til betri lausn. Hann fór að vinna að henni í frítíma sínum og sannfærði Umhverfis og skipulagssvið Reykjavíkurborgar að nota kerfið í hluta borgarinnar.

Í dag eru 10% götuljósa Reykjavíkur stýrt með frumgerð Pilot bloks og hefur það gengið hnökralaust síðan í ágúst 2024. Kerfið stýrir meðal annars stórum hluta vesturbæjarins, mestöllum miðbænum og Viðey. Útbúin var sérsniðin lausn fyrir Menningarnótt, þegar kallað var eftir takka sem einn skipuleggjandi gæti ýtt á og slökkt götuljós meðan flugeldasýning stæði yfir.

Pilot bloks tók þátt í Gullegginu í febrúar 2025 og vann þar til verðlauna.

(efst á síðu)

Teymið á bak við Pilot bloks

Í dag hefur Davíð fengið til liðs við sig tvo tölvunarfræðinga og upplýsingafræðing.

Davíð James Berman Róbertsson rafvirkjameistari og forritari er framkvæmdastjóri.

Kristinn Roach tölvunarfræðingur hannar notendaviðmót.

Wioleta Zelek tölvunarfræðingur sér um öryggismál.

Þór Fjalar Hallgrímsson upplýsingafræðingur er gæðastjóri.

(efst á síðu)

Verð

Uppsetning á rafmagnsbúnaði í rafmagnskössum (nodes) er ekki innifalið en það er mun ódýrara, einfaldara og fljótlegra að ganga frá því en á við um aðrar lausnir.

Í boði eru þrjár tegundir af áskriftum fyrir rekstur stýrikerfisins. Ein af þeim er ókeypis og ætluð þeim sem stýra fáum götuljósum eða vilja prufukeyra stýrikerfið.

Hafðu samband

Viljir þú vita meira, hafðu þá endilega samband á netfanginu [email protected]

Veldu Pilot bloks til að spara peninga og hafa fulla stjórn á þínum innviðum!

(efst á síðu)